Unglingalandsliðskonan Klara Kristín Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við nýja akademíu portúgalska stórliðsins Benfica í sem er að fara af stað í Bandaríkjunum.
Benfica hefur verið með akademíur í Brasilíu og á Fílabeinsströndinni og er núna að fara af stað með slíka akademíu í Bandaríkjunum. Klara Kristín, sem hefur spilað með U15 landsliði Íslands, verður hluti af þeirri akademíu.
Benfica hefur verið með akademíur í Brasilíu og á Fílabeinsströndinni og er núna að fara af stað með slíka akademíu í Bandaríkjunum. Klara Kristín, sem hefur spilað með U15 landsliði Íslands, verður hluti af þeirri akademíu.
Þetta tækifæri kom út frá fjölskylduferð til Flórída. Þar fékk Klara Kristín að vera með á æfingu hjá strákaliði í grennd við hótel sem fjölskyldan var á. Þar voru tveir brasilískir þjálfarar sem tengdu hana strax við akademíu í Knoxville, Tennessee. Í kjölfarið var henni boðið að leika með því liði síðasta sumar á svokölluðu High School Regionals móti og út frá því var Klöru boðið að kíkja á aðstæður hjá þessari nýju akademíu.
Klara Kristín, sem er fædd árið 2009, hefur spilað með Álftanesi hér heima en hún lék 14 leiki með liðinu í 2. deild kvenna síðasta sumar og skoraði sex mörk. Hún fór nýverið til reynslu hjá Anderlecht í Belgíu.
Foreldrar hennar eru körfuboltafólkið Kjartan Atli Kjartansson og Pálína Gunnlaugsdóttir.
Framundan eru flutningar hjá Klöru Kristínu til Bandaríkjanna þar sem hún mun stunda nám og spila fótbolta af krafti við frábærar aðstæður.
Athugasemdir