Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   mið 02. apríl 2025 09:53
Elvar Geir Magnússon
„Klárt mál að Sancho á að geta betur“ - Palmer klár fyrir Lundúnaslaginn
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: EPA
Cole Palmer.
Cole Palmer.
Mynd: EPA
Enzo Maresca stjóri Chelsea var spurður að því hvort hann vildi fá Jadon Sancho alfarið frá Manchester United en hann er hjá Lundúnaliðinu á lánssamningi.

Sancho er með 2 mörk og 5 stoðsendingar í 23 deildarleikjum á tímabilinu.

„Ég elska alla leikmennina sem eru hjá okkur en núna er réttast að einbeita sér að því að klára tímabilið vel og hugsa ekki um næsta tímabil. Sjáum hvað gerist í sumar. Ég er ánægður að hafa alla leikmennina sem eru hér," segir Maresca.

„Þið fréttamenn vitið örugglega meira um stöðuna hjá Jadon heldur en ég. Það er klárt mál að hann á að geta gert betur ef horft er á framlagstölfræði. En það er ekki bara hann. Það eru fleiri leikmenn í sömu stöðu."

„Ég spjalla við Jadon á hverjum degi. Hann þarf að halda áfram að gera sitt besta á hverjum degi. Það viljum við fá frá honum."

Sóknartríóið æfði í morgun
Chelsea og Tottenham mætast í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Sólnarleikmennirnir Cole Palmer, Nicolas Jackson og Noni Madueke eru allir klárir í slaginn fyrir leikinn en Maresca staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag. Miðjumaðurinn Romeo Lavia er tæpur fyrir leikinn.

Maresca segir að það þurfi að álagsstýra Reece James, sem hefur verið mikið frá vegna meiðsla undanfarin ár.

„Það þarf að fara varlega með hann eins og staðan er núna. Við viljum byggja hann upp. Hann er á toppaldri, 25 ára, þó hann teljist meðal þeirra reynslumestu í okkar hópi," segir Maresca.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 30 22 7 1 70 27 +43 73
2 Arsenal 30 17 10 3 55 25 +30 61
3 Nott. Forest 30 17 6 7 50 35 +15 57
4 Man City 30 15 6 9 57 40 +17 51
5 Newcastle 29 15 5 9 49 39 +10 50
6 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
7 Aston Villa 30 13 9 8 44 45 -1 48
8 Brighton 30 12 11 7 48 45 +3 47
9 Fulham 30 12 9 9 44 40 +4 45
10 Bournemouth 30 12 8 10 49 38 +11 44
11 Brentford 30 12 5 13 51 47 +4 41
12 Crystal Palace 29 10 10 9 37 34 +3 40
13 Man Utd 30 10 7 13 37 41 -4 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 30 7 13 10 32 37 -5 34
16 West Ham 30 9 7 14 33 50 -17 34
17 Wolves 30 8 5 17 41 58 -17 29
18 Ipswich Town 30 4 8 18 30 63 -33 20
19 Leicester 30 4 5 21 25 67 -42 17
20 Southampton 30 2 4 24 22 71 -49 10
Athugasemdir
banner
banner
banner