Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafdís Bára sú þriðja frá Víkingi sem fer til Svíþjóðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafdís Bára Höskuldsdóttir verður ekki með Víkingum í sumar en hún hefur verið í nokkuð stóru hlutverki í liðinu síðustu þrjú tímabil.

Hafdís er fædd árið 2002, hún er í kírópraktorsnámi í Svíþjóð og mun spila þar í sumar.

Hún kom við sögu í öllum 18 leikjum Víkings fyrir úrslitakeppni á síðasta tímabili og skoraði fimm mörk fyrir nýliðina.

Hún er uppalin hjá BÍ og Vestra og lék með ÍBV sumarið 2019. Hún var í Víkingi 2020, Vestra 2021 og skipti eftir það aftur í Víking.

Hún er þriðji Víkingurinn sem fer til Svíþjóðar á síðasta árinu. Sigdís Eva Bárðardóttir var seld til Norrköping síðasta sumar, Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir fór í síðasta mánuði til Elfsborg og Hafdís Bára mun fá félagaskipti á næstunni og spila í Svíþjóð í sumar.
Athugasemdir
banner
banner