Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
banner
   mið 02. apríl 2025 12:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Mætt aftur í landsliðið eftir langa fjarveru
Icelandair
Elísa Viðarsdóttir eignaðist sitt annað barn í fyrra.
Elísa Viðarsdóttir eignaðist sitt annað barn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Viðarsdóttir var á dögunum kölluð inn í landsliðshópinn eftir að fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir meiddist. Framundan eru leikir gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni.

Glódís hefur verið að glíma við meiðsli og takmarkað leikið með Bayern München síðustu vikur.

Þetta er í fyrsta sinn síðan sumarið 2023 þar sem Elísa er í hópnum.

Hún hefur verið að koma sér aftur af stað eftir að hafa eignast sitt annað barn. Hún kom við sögu í tíu leikjum með Val í Bestu deildinni síðasta sumar.

Elísa, sem er 33 ára, á að baki 54 landsleiki. Hún vonast eflaust til að vera með þegar Ísland fer á EM í sumar.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Hafliði Breiðfjörð þegar Elísa mætti á sína fyrstu landsliðsæfingu í býsna langan tíma.
Athugasemdir
banner