
Elísa Viðarsdóttir var á dögunum kölluð inn í landsliðshópinn eftir að fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir meiddist. Framundan eru leikir gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni.
Glódís hefur verið að glíma við meiðsli og takmarkað leikið með Bayern München síðustu vikur.
Glódís hefur verið að glíma við meiðsli og takmarkað leikið með Bayern München síðustu vikur.
Þetta er í fyrsta sinn síðan sumarið 2023 þar sem Elísa er í hópnum.
Hún hefur verið að koma sér aftur af stað eftir að hafa eignast sitt annað barn. Hún kom við sögu í tíu leikjum með Val í Bestu deildinni síðasta sumar.
Elísa, sem er 33 ára, á að baki 54 landsleiki. Hún vonast eflaust til að vera með þegar Ísland fer á EM í sumar.
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Hafliði Breiðfjörð þegar Elísa mætti á sína fyrstu landsliðsæfingu í býsna langan tíma.
Athugasemdir