Heimild: RÚV

Á sunnudag, klukkan 14:00, mættust Álftanes og Haukar í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Leik var hætt í hálfleik þegar Haukar leiddu með þremur mörkum og voru manni fleiri.
Ástæðan fyrir því að leik var hætt var mjög slæmt veður á meðan leik stóð. Eftir að ákveðið var að leik yrði hætt var haft samband við mótanefnd KSÍ og reynt að láta úrslitin í leiknum standa, og tókst það á endanum. Seinni hálfleikur var því aldrei spilaður.
Seinna sama dag spiluðu Breiðablik og KA í Meistarakeppni KSÍ og þá voru þrumur og eldingar á meðan leik stóð.
Þjálfari Álftnesinga, Sigurður Brynjólfsson, ræddi við RÚV um málið.
Ástæðan fyrir því að leik var hætt var mjög slæmt veður á meðan leik stóð. Eftir að ákveðið var að leik yrði hætt var haft samband við mótanefnd KSÍ og reynt að láta úrslitin í leiknum standa, og tókst það á endanum. Seinni hálfleikur var því aldrei spilaður.
Seinna sama dag spiluðu Breiðablik og KA í Meistarakeppni KSÍ og þá voru þrumur og eldingar á meðan leik stóð.
Þjálfari Álftnesinga, Sigurður Brynjólfsson, ræddi við RÚV um málið.
„Leiknum er aðallega frestað vegna þess að síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik þá er bara stanslaus slydduhríð. Báðir leikmannahópar komu í rauninni af vellinum hríðskjálfandi. Dómararar og línuverðir og allt."
„Þetta var bara eins og menn hefðu verið að koma úr ísbaði í 40 mínútur. Það var bara stutt í ofkælingu hjá sumum. Allir voru að koma af vellinum með bláar varir og bláa putta. Mér skilst að einn leikmaðurinn í Haukum hafi verið á byrjunarstigi að fá kalblett á öxlina, þeim megin sem hríðin lenti á honum," sagði Sigurður.
„Þannig að bæði þjálfarateymi og stjórnarmenn í báðum liðum, það voru allir sammála um þetta. Líka dómarar og línuverðir. Þetta var orðið spurning um hvort það væri verið að stefna leikmönnum hreinlega í hættu."
Sigurður sagði við RÚV að það hafi verið erfitt að fá leiknum aflýst, þó að allir sem hefðu komið að honum vildu að honum yrði hætt. Hann segir að mótanefndin hafi verið hörð á því að seinni hálfleikurinn yrði spilaður, en eftir nokkur símtöl á mánudeginum fékkst það í gegn að úrslitin myndu standa, 0-3 hálfleikstölur urðu því lokatölur.
Sigurður kallar eftir regluverki um leiki í ofsaveðri.
„Það verður að búa til eitthvað regluverk utan um svona. Að það sé hreinlega ekki verið að stofna leikmönnum í hættu, bara út af því að einhver stafur á blaði trompi „common sense“. Þannig að við séum ekki að lenda í svona í framtíðinni. Að þurfa að standa í alls konar æfingum til þess að það sé hægt að slá leiknum á frest," sagði þjálfarinn.
Athugasemdir