Þróttur hefur fengið framherjann Denis Sytnik á láni frá Grindavík.
Sytnik gekk til liðs við Grindavík í vor en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu í sumar.
Þessi 26 ára gamli Úkraínumaður hefur þó skorað eitt mark í sex leikjum í fyrstu deildinni.
Sytnik þekkir vel til á Íslandi því hann lék einnig með ÍBV árið 2010 og 2011.
Þá skoraði hann samtals sex mörk í 27 leikjum í Pepsi-deildinni með Eyjamönnum.
Sytnik gæti leikið sinn fyrsta leik með Þrótti á morgun þegar liðið mætir Tindastóli í 1. deildinni.
Athugasemdir