Dalvík/Reynir hefur bæst í hóp félaga sem hafa ákveðið að gefa sektarsjóðs inn í söfnunarsjóð fyrir Abel Dhaira markvörð ÍBV.
Abel var skorinn upp í Úganda fyrir áramót vegna krabbameins í kviðarholi sem nú hefur dreift sér í fleiri líffæri. Abel mun hefja læknismeðferð hér á landi í vikunni.
Grindavík gaf á dögunum sektarsjóð sinn í söfnunina fyrir Abel og skoruðu á önnur félög að gera slíkt hið sama. Fram, Stjarnan og Dalvík/Reynir hafa nú gert slíkt hið sama.
Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029.
9071010 – 1000kr
9071020 – 2000kr
9071030 – 3000kr
Abel var skorinn upp í Úganda fyrir áramót vegna krabbameins í kviðarholi sem nú hefur dreift sér í fleiri líffæri. Abel mun hefja læknismeðferð hér á landi í vikunni.
Grindavík gaf á dögunum sektarsjóð sinn í söfnunina fyrir Abel og skoruðu á önnur félög að gera slíkt hið sama. Fram, Stjarnan og Dalvík/Reynir hafa nú gert slíkt hið sama.
Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029.
9071010 – 1000kr
9071020 – 2000kr
9071030 – 3000kr
Yfirlýsing frá Dalvík/Reyni:
Leikmenn og aðstandendur Dalvíkur/Reynis hafa ákveðið að láta þann pening sem til er í sektarsjóði renna til Abel Dhaira markvarðar ÍBV sem nýlega greindist með krabbamein og er nú að hefja meðferð gegn því.
"Þetta var ekki erfið ákvörðun og allir sammála um að láta sektarsjóðinn til Abel í þessarri erfiðu baráttu. Upphæðin er ekki há en við vildum sýna samstöðu og aðstoða Abel við að standa straum af þeim fjárhagslega þunga sem fylgir baráttu sem þessar" Segir í yfirlýsingu frá meistaraflokknum
Dalvík/Reynir sendir honum einnig baráttu kveðjur á þessum erfiðu tímum
Athugasemdir