Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 02. september 2016 14:30
Magnús Már Einarsson
Vildarbörn fengu 368 þúsund eftir vítaspyrnukeppnina
Sveinbjörn Jónasson, Dóra Elín Atladóttir og Máté Dalmay.
Sveinbjörn Jónasson, Dóra Elín Atladóttir og Máté Dalmay.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
368 þúsund krónur söfnuðust í keppninni vítaskytta Íslands sem Fótbolti.net stóð fyrir þann 13. ágúst síðastliðinn.

Brynjar Ingi Bjarnason, 16 ára leikmaður KA, stóð uppi sem sigurvegari í keppninni en þátttakendur voru rúmlega 200.

Þátttakendur borguðu þátttökugjald sem rennur allt í gott málefni. Peningurinn fer til Vildarbarna Icelandair en upphæðin mun fara í að senda tvö langveik börn og fjölskyldur þeirra í draumaferðina.

Dóra Elín Atladóttir, hjá Vildarbörnum, tók við upphæðinni í dag en Sveinbjörn Jónasson mótstjóri vítaspyrnukeppninnar og Máté Dalmay markaðsstjóri Fótbolti.net afhentu hana.

Þetta var þriðja árið í röð sem Fótbolti.net er með vítaspyrnukeppni og keppnin hefur heldur betur fest sig í sessi. Stefnt er á að hafa keppnina ennþá stærri á næsta ári.

Sjá einnig:
16 ára gamall varnarmaður vítaskytta Íslands árið 2016
Myndaveisla: Vítaskytta Íslands 2016
Athugasemdir
banner
banner