„Ég hefði verið brjálaður ef ég hefði ekki skorað í kvöld. Það er alltaf gaman að skora en ég er ekki í skýjunum. Ég hefði viljað skora fleiri," sagði Kjartan Henry Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-1 tap gegn Tékkum í dag.
Kjartan fór illa með gott færi í fyrri hálfleik áður en hann skoraði mark Íslands með skalla í þeim síðari.
„Það var allavegana gott að hengja ekki haus og nýta næsta færi. Ég er ánægður með það."
Kjartan fór illa með gott færi í fyrri hálfleik áður en hann skoraði mark Íslands með skalla í þeim síðari.
„Það var allavegana gott að hengja ekki haus og nýta næsta færi. Ég er ánægður með það."
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 2 Tékkland
Kjartan var valinn maður leiksins hjá Fótbolta.net en hann átti góðan leik.
„Sónarmenn eiga að skora mörk en þegar maður er að spila fyrir íslenska landsliðið þarf maður að gera ýmislegt annað og hluti sem ekki allir taka eftir," sagði Kjartan.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir