Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 09. ágúst 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Erfiðara en að spila í Inkasso-deildinni
James "J.C." Mack
James
James "J.C." Mack.
Mynd: Vestri
Mack lék áður með Selfossi.
Mack lék áður með Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri er á toppnum í 2. deild en liðið mætir Aftureldingu um helgina.
Vestri er á toppnum í 2. deild en liðið mætir Aftureldingu um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri vann frábæran sigur á Völsungi í síðustu umferð 2. deildar karla og í annað sinn í röð á félagið leikmann umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

Síðast var það Pétur Bjarnason sem hreppti nafnbótina en núna er það J.C. Mack sem gerir það.

Mack lagði upp fyrra mark Vestra í 2-0 sigri gegn toppliði Völsungs. Hann var ógnandi sóknarlega og duglegur varnarlega.

„Mér finnst liðið hafa verið að aðlagast að taktískum áherslum þjálfarans og það sást í þessum leik. Völsungur, eins og mörg önnur lið upp á síðkastið, átti í erfiðleikum með að brjóta okkur niður. Um leið og einhver mistök eru gerð þá refsum við og við gerðum akkúrat það í þessum leik," segir Mack í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta var flottur sigur og við erum komnir á toppinn, en við megum ekki gleyma því að það eru þrjú lið jöfn á toppnum og fjöldi annarra liða stutt frá."

„Vestri sýndi mikinn metnað"
Mack er 29 ára Bandaríkjamaður sem spilaði áður hjá Selfossi í Inkasso-deildinni. Hann skoraði 18 mörk í 52 leikjum fyrir Selfoss tímabilin 2016 og 2017.

Hann samdi við Vestra síðastliðinn vetur og er hann sáttur með hvernig tímabilið hefur verið hingað til.

„Ég var nokkuð ánægður með frammistöðu mína í þessum leik, en helst var ég ánægður með varnarvinnu mína. Ég hef verið nokkuð ánægður með frammistöðuna í heild sinni á tímabilinu. Að spila í þessari deild er erfiðara fyrir mig en að spila í Inkasso-deildinni, eða jafnvel í Pepsi-deildinni. Ég er vanur því að spila á hærra tempói."

„Margir þessara leikja eru ekki byggðir fyrir þannig leikstíl svo ég er bara ánægður að hjálpa liðinu og liðsfélögum mínum."

En hvers vegna Vestri í 2. deild á Íslandi?

„Eftir tímabilið á Selfossi á síðasta ári þá fór ég til Asíu að spila fyrir Bhayangkara F.C., meistarana í Indónesíu. Þegar tímabilið þar kláraðist fór ég aftur til Íslands og öll liðin í Pepsi-deildinni og Inkasso voru fullskipuð eða ekki til fjármagn. Vestri sýndi mikinn metnað og ætlar sér upp."

„Vestri tók á móti mér með opnum örmum og gaf mér allt sem ég vildi fá. Ég er glaður að hjálpa Vestra að komast í þá stöðu sem félagið stefnir á að vera í."

„Þessir fyrstu mánuðir hjá félaginu hafa verið góðir. Félagið hefur komið vel fram við mig og stutt mig í einu og öllu. Ég var nýlega kallaður í æfingabúðir hjá landsliði mínu, Bandarísku Jómfrúaeyjunum og fékk ég stuðning frá Vestra í því verkefni. Það segir mikið um þá trú sem stjórnin hefur á liðinu."

En getur Vestri komist upp? Toppbaráttan er gríðarlega hörð í 2. deildinni.

„Ég hef spilað í Inkasso-deildinni og tel að Vestri sé að spila eins og Inkasso-lið núna. Ef við höldum aga og einbeitingu þá munu úrslitin fylgja," sagði Mack að lokum.

Næsta umferð í 2. deild hefst á morgun og spilar Vestri við Aftureldingu á laugardag.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Leikmaður 2. umferðar: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic - Huginn
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Leikmaður 7. umferðar: Daniel Badu - Vestri
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Árnason - Höttur
Leikmaður 9. umferðar: Hafliði Sigurðarson - Afturelding
Leikmaður 10. umferðar: Stefan Antonio Lamanna - Tindastóll
Leikmaður 11. umferðar: Kristófer Melsteð - Grótta
Leikmaður 12. umferðar: Elvar Baldvinsson - Völsungur
Leikmaður 13. umferðar: Pétur Bjarnason - Vestri
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner