Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   fös 14. september 2018 19:17
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-kvenna: Fylkir tryggði sér titilinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir 3 - 1 Fjölnir
1-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('3)
2-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('32)
3-0 Sigrún Salka Hermannsdóttir ('42)
3-1 Sara Montoro ('47)

Fylkir tryggði sér í dag fyrsta sæti Inkasso-deildar kvenna með góðum 3-1 sigri á Fjölni.

Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvennu og gerði Sigrún Salka Hermannsdóttir það þriðja. Staðan var 3-0 í leikhlé.

Sara Montoro minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik en nær komst Fjölnir ekki.

Þórir Karlsson, partur af þjálfarateymi Fjölnis, var rekinn upp í stúku fyrir mótmæli um miðjan síðari hálfleik. Fjölnir endar í sjötta sæti deildarinnar, með 21 stig í 18 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner