Það má segja að Liverpool þurfi á kraftaverki að halda í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fer á sunnudag! Liðið er stigi á eftir toppliði Manchester City sem á útileik gegn Brighton.
Á sama tíma mun Liverpool leika gegn Úlfunum.
Í Breiðholti verður sérstök Liverpoolmessa sem hefst klukkan 11:00 á sunnudag, þremur tímum áður en lokaumferðin verður blásin á.
Á sama tíma mun Liverpool leika gegn Úlfunum.
Í Breiðholti verður sérstök Liverpoolmessa sem hefst klukkan 11:00 á sunnudag, þremur tímum áður en lokaumferðin verður blásin á.
„Liverpoolmenn eru aldrei einir á ferð, allra síst í þeim stórleikjum sem framundan eru! Því verður efnt til Liverpoolmessu í Seljakirkju á sunnudag, þar sem Liverpoolmaðurinn sr. Ólafur Jóhann þjónar, Dagur Sigurðsson syngur og Bóas Gunnarsson spilar á gítar! YNWA!" segir í lýsingu á komandi Liverpoolmessu á Facebook.
Það eru svo sannarlega stórleikir framundan hjá Liverpool því liðið leikur gegn Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 1. júní. Amen!
Athugasemdir