Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz til Bayerrn
   þri 22. október 2019 12:05
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn hjálpaði Hannesi við að klippa myndband Gillz
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn og Egill tjá sig á Instagram.
Kolbeinn og Egill tjá sig á Instagram.
Mynd: Instagram
Egill „Gillz" Einarsson gaf á föstudag út lagið Muscle Club en það hefur slegið í gegn undanfarna daga.

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sá um að leikstýra og búa til myndbandið en hann hefur í gegnum tíðina getið gott orð af sér í þeim geira.

Að þessu sinni fékk Hannes óvænta hjálp frá framherjanum Kolbeini Sigþórssyni þegar kom að því að klippa myndbandið.

Kolbeinn og Hannes eru herbergisfélagar í íslenska landsliðinu og fyrir leikinn gegn Frakklandi á dögunum gaf Kolbeinn honum góð ráð í klippingunni. Þeir áttu síðan báðir góðan leik gegn Frökkum.

„Ég hef haft marga aðstoðarklippara en ég held að ég sé ekki að ljúga neinu þegar ég segi að Kolbeinn sé sá allra besti," sagði Hannes við Fótbolta.net.

Egill var einnig ánægður með hjálpina frá Kolbeini. „Þetta hefði ekki verið hægt án Kolla, hann er það hæfileikaríkur og greinilega framtíðina fyrir sér á þessu sviði," sagði Egill.

Hér að neðan má sjá Kolbein aðstoða Hannes við að klippa myndbandið.



Athugasemdir
banner