Ítalski þjálfarinn Roberto De Zerbi er sagður líklegastur til að taka við AC Milan af Sergio Conceicao í sumar.
Gazzetta dello Sport greinir frá því að Conceicao verði líklega ekki áfram á hliðarlínunni hjá Milan á næsta tímabili vegna slaks árangurs.
De Zerbi, sem hefur gert ágætlega með Marseille í Frakklandi, er efstur á blaði Milan og það þrátt fyrir meðhöndlun hans á enska framherjanum Mason Greenwood, sem hann hefur gagnrýnt opinberlega fyrir slaka spilamennsku.
Einnig kemur fram í ítölskum miðlum að Fabio Paratici, sem er sagður vera að taka við sem yfirmaður íþróttamála hjá Milan, hafi fundað með umboðsmanni De Zerbi á dögunum.
Milan hefur einnig horft girndaraugum á Pep Guardiola, stjóra Manchester City, en möguleikarnir á að fá hann eru ekki taldir miklir í ljósi þess að hann er ný búinn að framlengja samning sinn við City.
Athugasemdir