Ensku dómarasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt mistök. Varnarmaðurinn James Tarkowski hefði átt að fá rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu á Alexis Mac Allister í grannaslag Liverpool og Everton í gær.
Sam Barrott dómari gaf Tarkowski aðeins gula spjaldið en David Moyes, stjóri Everton, viðurkennir að sinn maður hafi verið stálheppinn að hafa ekki verið sendur í sturtu.
Dómaranefndin segir að VAR dómarinn Paul Tierney hafi gert mistök með því að ráðleggja Barrott ekki að fara í skjáinn og skoða atvikið aftur.
Sam Barrott dómari gaf Tarkowski aðeins gula spjaldið en David Moyes, stjóri Everton, viðurkennir að sinn maður hafi verið stálheppinn að hafa ekki verið sendur í sturtu.
Dómaranefndin segir að VAR dómarinn Paul Tierney hafi gert mistök með því að ráðleggja Barrott ekki að fara í skjáinn og skoða atvikið aftur.
„Tarkowski er alltaf tilbúinn að fórna sér fyrir liðið en ég get ekki varið hann. Þetta er Merseyside tækling af gamla skólanum en hún er alveg glórulaus. Þetta hefði getað endað illa. Mac Allister var hreinlega heppinn," sagði Joe Hart í sérfræðingasetti BBC en hann er fyrrum liðsfélagi Tarkowski.
„Alexis er í lagi því hann hélt áfram að spila. Hann er vanur þessu þar sem hann kemur frá Suður-Ameríku, en ég held að allir hafi sagt eitthvað um þetta þannig af hverju ætti ég að bæta einhverju við það. Þetta var svo augljóst að það er algerlega óþarfi fyrir mig að tjá mig um það. Ég væri frekar til í að tala um markið, frammistöðu Curtis Jones eða eitthvað annað,“ sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, eftir leikinn.
Not quite sure how Tarkowski hasn’t been sent off here… ???? pic.twitter.com/3bUYx8gYuI
— EPL Bible (@EPLBible) April 2, 2025
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 30 | 22 | 7 | 1 | 70 | 27 | +43 | 73 |
2 | Arsenal | 30 | 17 | 10 | 3 | 55 | 25 | +30 | 61 |
3 | Nott. Forest | 30 | 17 | 6 | 7 | 50 | 35 | +15 | 57 |
4 | Chelsea | 30 | 15 | 7 | 8 | 54 | 37 | +17 | 52 |
5 | Man City | 30 | 15 | 6 | 9 | 57 | 40 | +17 | 51 |
6 | Newcastle | 29 | 15 | 5 | 9 | 49 | 39 | +10 | 50 |
7 | Aston Villa | 30 | 13 | 9 | 8 | 44 | 45 | -1 | 48 |
8 | Brighton | 30 | 12 | 11 | 7 | 48 | 45 | +3 | 47 |
9 | Fulham | 30 | 12 | 9 | 9 | 44 | 40 | +4 | 45 |
10 | Bournemouth | 30 | 12 | 8 | 10 | 49 | 38 | +11 | 44 |
11 | Brentford | 30 | 12 | 5 | 13 | 51 | 47 | +4 | 41 |
12 | Crystal Palace | 29 | 10 | 10 | 9 | 37 | 34 | +3 | 40 |
13 | Man Utd | 30 | 10 | 7 | 13 | 37 | 41 | -4 | 37 |
14 | Tottenham | 30 | 10 | 4 | 16 | 55 | 44 | +11 | 34 |
15 | Everton | 30 | 7 | 13 | 10 | 32 | 37 | -5 | 34 |
16 | West Ham | 30 | 9 | 7 | 14 | 33 | 50 | -17 | 34 |
17 | Wolves | 30 | 8 | 5 | 17 | 41 | 58 | -17 | 29 |
18 | Ipswich Town | 30 | 4 | 8 | 18 | 30 | 63 | -33 | 20 |
19 | Leicester | 30 | 4 | 5 | 21 | 25 | 67 | -42 | 17 |
20 | Southampton | 30 | 2 | 4 | 24 | 22 | 71 | -49 | 10 |
Athugasemdir