Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea horfir nú til hollenska framherjans Emanuel Emegha sem spilar með Strasbourg, systurfélagi Chelsea, í Frakklandi.
Þessi 22 ára gamli Hollendingur hefur skorað 12 mörk í 22 leikjum í frönsku deildinni á þessu tímabili og er talinn vera hin fullkomni framherji fyrir Chelsea.
Chelsea og Strasbourg eru bæði í eigu BlueCo og ættu því viðræðurnar að ganga smurt fyrir sig.
GetFrenchFootball segir að Chelsea hafi fylgst með honum á tímabilinu og hafi verulegan áhuga á að fá hann í sumar.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, gæti losað sig við allt að ellefu leikmenn í sumar og gæti þá hann reynt að fá inn topp framherja.
Chelsea hefur átt fína kafla á tímabilinu og var til að byrja með í toppbaráttu en slæmu kaflarnir hafa verið nokkrir og er nú markmið liðsins að komast í Meistaradeildina fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir