
Þrír leikir fara fram í 2. umferð Mjólkurbikars karla í kvöld.
Elliði tekur á móti Haukum á Fylkisvelli klukkan 19:00 og þá mætast HK og Hvíti riddarinn í Kórnum.
Klukkan 19:15 mætast Þór og Magni í grannaslag fyrir norðan en leikurinn verður spilaður í Boganum á Akureyri.
Afturelding og HK eigast þá við í B-deild Lengjubikarskvenna og er sá leikur spilaður á Malbikstöðinni að Varmá og hefst klukkan 19:30.
Leikir dagsins:
Lengjubikar kvenna - B-deild
19:30 Afturelding-HK (Malbikstöðin að Varmá)
Mjólkurbikar karla
19:00 Elliði-Haukar (Fylkisvöllur)
19:00 HK-Hvíti riddarinn (Kórinn)
19:15 Þór-Magni (Boginn)
Athugasemdir