Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fim 03. apríl 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Konate segist ekki öfundsjúkur út í Van Dijk - „Horfið á leikinn og þið munuð komast að sannleikanum“
Ibrahima Konate
Ibrahima Konate
Mynd: EPA
Ibrahima Konate, varnarmaður Liverpool, segist ekki fá jafn mikið hrós fyrir varnarvinnu hans með liðinu og samherji hans Virgil van Dijk, en hann hvetur fólk eindregið með því að horfa á leikina.

Konate og Van Dijk hafa myndað eitt besta miðvarðarteymi í Evrópu.

Van Dijk hefur lengi verið álitinn einn og ef ekki besti miðvörður heims en Konate hefur undanfarin ár sýnt að hann geti vel komist í sama klassa.

Frakkinn elskar að spila með Van Dijk, en minnir samt fólk á að hann er ekki sá eini sem spilar í vörninni.

„Við vitum öll hversu góður og sérstakur Virgil er og hvað hann hefur gert í gegnum árin. Hann er svo góður og ég hef lært nokkra hluti af honum. Hann gaf mér mörg góð ráð þegar ég kom til félagsins. Ég sagði við hann að einn daginn verð ég betri en hann og þess vegna legg ég hart að mér á hverjum einasta degi til að ná því markmiði.“

„Það er klikkun hvað ég gæti fengið mörg verðlaun fyrir að vera maður leiksins á þessu tímabili. Það er mjög gott að spila með Virg því hann er ótrúlega góður leikmaður, en stundum heldur fólk sem horfir á leikinn að Virgil sé sá eini sem sé að spila leikinn. Ég er líka að spila og átt frábæra leiki, en nei bara út af því að þetta er Virgil. Ég er ekki öfundsjúkur, en horfið á leikinn og þið munuð komast að sannleikanum,“
sagði Konate við Sky Sports.
Athugasemdir
banner