Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fim 03. apríl 2025 10:30
Anton Freyr Jónsson
„Ég var með hugmyndir um hvernig Gylfi gæti nýst okkur"
Gylfi Þór gékk í raðir Víkinga.
Gylfi Þór gékk í raðir Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kynningarfundur ÍTF á Bestu deildinni var haldinn í gær og Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks. Hann var spurður út í félagskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar til Víkings, Breiðablik reyndi líka að fá Gylfa í sínar raðir en hann endaði í Víkingi. Gylfi var kosinn líklegastur til þess að verða besti leikmaður deildarinnar af öðrum leikmönnum.


„Það verður bara eins að mæta honum og þegar hann spilaði með Val. Mjög góður leikmaður sem erfitt er að eiga við eins og við auðvitað þekkjum og við verðum að taka hann mjög alvarlega," segir Halldór.

Dóri segir að Breiðablik hafi farið í viðræður við Gylfa en það hafi ekki gengið upp af ýmsum ástæðum. 

„Við skoðuðum það auðvitað og ræddum við hann og ég var með hugmyndir um hvernig hann gæti nýst okkur. Við fórum í einhverjar viðræður en svo bara gekk það ekki upp af ýmsum ástæðum og þá bara lokuðum við þeim dyrum, héldum áfram og ekkert spáð meira í það," segir Halldór Árnason en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Athugasemdir
banner
banner
banner