Núna á vor- og sumarmánuðum verður lagt gervigras á hluta af æfingasvæði Þórs á Akureyri og verður þar keppnisvöllur.
Þór hefur ákveðið að ráðast í byggingu á 500 manna stúku við völlinn. Með því verður hægt að færa alla leiki meistaraflokka á þann völl strax í sumar.
Þór hefur ákveðið að ráðast í byggingu á 500 manna stúku við völlinn. Með því verður hægt að færa alla leiki meistaraflokka á þann völl strax í sumar.
Í færslu í stuðningsmannahópi Þórs í dag setur Sigurður Bjarnar Pálsson, varamaður í aðalstjórn Þórs, færslu þar sem vakinn er möguleiki á því að Þórsarar geti skráð sig á spjöld sögunnar, annað hvort með því að hjálpa við byggingu hennar eða með því að kaupa sér sæti í stúkunni - eða jafnvel með því að gera bæði.
„Viltu skrifa nafn þitt á spjöld sögunnar? Þá er dauðafæri núna! Eins og flestir Þórsarar vita mun nú á vor og sumarmánuðum rísa nýr og stórglæsilegur knattspyrnuvöllur með gervigrasi af bestu tegund á Þórssvæðinu! Til þess að þessi frábæri völlur muni nú sóma sér vel og standast allar nútíma kröfur og öðlast keppnisleyfi hefur Íþróttafélagið Þór ákveðið að ráðast í byggingu á 500 manna stúku við völlinn. Þar með verður hægt að færa alla leiki meistaraflokka á nýja völlinn og það strax í sumar."
„Verkefnið kostar auðvitað sitt og er það efni þessa bréfs að leita til þín og annara Þórsara í leit að stuðning! Þú getur skráð nafnið þitt á spjöld sögunnar með því að kaupa sæti í stúkuna á kr.100.000 og er sætið þá merkt þínu nafni um ókomin ár! En þú getur líka lagt okkur lið og fengið nafnið þitt á sérstakan vegg sem verður á stúkunni með nöfnum allra þeirra sem lögðu byggingunni lið!"
Þórsarar taka þá á móti frjálsum framlögum: „Kennitalan félagsins er 710269-2469 og reikningsnúmerið er 0566-05-443950."
Athugasemdir