Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
banner
   fim 03. apríl 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Þetta var svo augljóst að ég þarf ekki að tjá mig frekar“
Arne Slot
Arne Slot
Mynd: EPA
Hollenski stjórinn Arne Slot segist ekki þurfa að ræða brot James Tarkowski á Alexis Mac Allister neitt frekar og að það hafi verið frekar augljóst hvaða litur hafi átt að vera á spjaldinu.

Tarkowski fékk aðeins að líta gula spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Alexis Mac Allister.

Englendingurinn vann boltann en fylgdi vel á eftir og fór harkalega í fótinn á Mac Allister sem lá óvígur. Gula spjaldið fór á loft og staðfesti VAR þá ákvörðun dómarans, sem Liverpool-menn voru ósáttir við.

Slot vildi lítið tjá sig um atvikið en hann segir að það sem átti sér stað hafi verið augljóst fyrir alla þá sem sáu atvikið.

„Alexis er í lagi því hann hélt áfram að spila. Hann er vanur þessu þar sem hann kemur frá Suður-Ameríku, en ég held að allir hafi sagt eitthvað um þetta þannig af hverju ætti ég að bæta einhverju við það. Þetta var svo augljóst að það er algerlega óþarfi fyrir mig að tjá mig um það. Ég væri frekar til í að tala um markið, frammistöðu Curtis Jones eða eitthvað annað,“ Slot.

Einnig talaði hann um sigurmarkið frá Diogo Jota, sem skoska stjóranum David Moyes fannst vera rangstaða. Luis Díaz var fyrir aftan Jarrad Branthwaite þegar boltinn kom. Branthwaite náði ekki að hreinsa boltann nægilega langt frá og upp úr því kom markið, en Slot segir að samkvæmt reglunum hafi það verið löglegt.

„Það er ekki auðvelt að skora gegn þeim. Frábært mark og samkvæmt reglunum var þetta mark þannig það getur enginn kvartað yfir því. Það eru alltaf einhver spurningarmerki, en það góða er að við erum með regluverk. Þeir alla vega sýndu það í sjónvarpinu að þetta hafi verið klárt mark. Persónulega yrði ég pirraður að fá svona mark á mig, en þá er ég pirraður yfir reglunni ekki framkvæmd hennar. Reglan er mjög pirrandi því mér finnst að þú verður alltaf að hjálpa liðinu sem sækir,“ sagði Slot í lokin.

Liverpool kom sér aftur í tólf stiga forystu í titilbaráttunni og er nú komið með nokkra fingur á titilinn.
Athugasemdir
banner
banner