Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fim 03. apríl 2025 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Emery hrósar Rashford - „Mjög mikilvægur fyrir okkur“
Mynd: EPA
Marcus Rashford skoraði sitt fyrsta deildarmark með Aston Villa er liðið vann 3-0 sigur á Brighton á AMEX-leikvanginum í gær og fékk í kjölfarið hrós frá spænska stjóranum Unai Emery.

Rashford hefur verið allt annar síðan hann fór frá Manchester United og gekk í raðir Villa á láni út tímabilið.

Hann hefur verið virkur í sóknarleik Villa og vantaði bara upp á mörkin.

Englendingurinn opnaði markareikninginn um helgina í sigri á Preston í bikarnum og skoraði þá tvö. Hann skoraði síðan fyrsta deildarmarkið í gær.

Emery talaði um frammistöðu liðsins, Rashford og mikilvægi hans.

„Góða kvöldið. Við börðumst vel og erum að reyna fækka mörkum á okkur því tölurnar hafa ekki verið nógu góðar á þessu ári. Við náðum að halda hreinu og það var frábært að sjá okkur berjast gegn mjög sterku liði. Við fengum færin til að skora og vorum mjög skilvirkir. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að reyna að minnka bilið á töflunni.“

„Þetta er áskorun sem hann stendur frammi fyrir. Hann er að verða betri og betri og kominn með meira sjálfstraust. Hann er að skilja betur kröfur okkar og við erum að reyna ná því besta úr leikmönnunum. Kostir hans og reynsla eru mjög mikilvæg fyrir hópinn og hver einasti leikur sem hann spilar með okkur er mikilvægur.“

„Við erum að reyna að verða betri en við höfum verið til þessa og verðum núna að finna jafnvægið. Leikmennirnir voru skuldbundnir þeim kröfum sem við vorum með og við getum verið stoltir af þeirra vinnu í dag,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner