Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fim 03. apríl 2025 09:39
Elvar Geir Magnússon
Ísland hrapar niður fjögur sæti á heimslistanum
Icelandair
Íslenska landsliðið er á niðurleið á heimslista FIFA.
Íslenska landsliðið er á niðurleið á heimslista FIFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýr heimslisti FIFA hefur verið opinberaður en íslenska landsliðið hrapar niður um fjögur sæti eftir að hafa tapað báðum leikjunum gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar, þar sem strákarnir okkar féllu niður í C-deild Þjóðadeildarinnar.

Þetta voru fyrstu tveir leikir Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.

Ísland er í 74. sæti en Kósovó fer upp um tvö sæti og er í 97. sæti listans. Á Vísi kemur fram að íslenska liðið hafi ekki verið svona neðarlega á listanum í tólf ár.

Heimsmeistarar Argentínu tróna enn á toppi heimslistans en Spánn er í öðru sæti, hefur sætaskipti við Frakkland sem fer niður í þriðja sætið.


Athugasemdir
banner