Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
   fös 19. janúar 2007 22:02
Magnús Már Einarsson
Ingólfur Þórarinsson aftur í Selfoss (Staðfest)
Ingólfur fagnar marki fyrir Selfoss gegn Víði árið 2004.
Ingólfur fagnar marki fyrir Selfoss gegn Víði árið 2004.
Mynd: Guðmundur Karl
Miðjumaðurinn Ingólfur Þórarinsson hefur ákveðið að leika á heimaslóðum með Selfyssingum í annarri deildinni næsta sumar og mun hann gera tveggja ára samning við félagið á morgun.

Ingólfur sem er tvítugur hefur undanfarin tvö ár verið í herbúðum Fram en hann lék átta leiki í fyrstu deildinni með liðinu síðastliðið sumar.

Ingólfur er hins vegar uppalinn á Selfossi og skoraði hann meðal annars eitt mark í átján leikjum með liðinu í annarri deildinni árið 2004 en árið áður lék hann tíu leiki í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner