Miðjumaðurinn Ingólfur Þórarinsson hefur ákveðið að leika á heimaslóðum með Selfyssingum í annarri deildinni næsta sumar og mun hann gera tveggja ára samning við félagið á morgun.
Ingólfur sem er tvítugur hefur undanfarin tvö ár verið í herbúðum Fram en hann lék átta leiki í fyrstu deildinni með liðinu síðastliðið sumar.
Ingólfur er hins vegar uppalinn á Selfossi og skoraði hann meðal annars eitt mark í átján leikjum með liðinu í annarri deildinni árið 2004 en árið áður lék hann tíu leiki í deildinni.
Athugasemdir