Varnarmaðurinn Oliver Ekroth er nýr fyrirliði Víkings en Besta deildin fer af stað um helgina. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, staðfesti þetta við Fótbolta.net á kynningarfundi deildarinnar sem fram fór í hádeginu,
Nikolaj Hansen var fyrirliði en Sölvi, sem er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari, hefur ákveðið að setja bandið á Ekroth þó Hansen sé áfram hjá félaginu.
Hansen er á meiðslalistanum og byrjar ekki mótið.
Nikolaj Hansen var fyrirliði en Sölvi, sem er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari, hefur ákveðið að setja bandið á Ekroth þó Hansen sé áfram hjá félaginu.
Hansen er á meiðslalistanum og byrjar ekki mótið.
Ekroth er 33 ára sænskur miðvörður sem hefur verið hjá Víkingi síðan 2022 og hjálpað liðinu að vinna titla undanfarin ár.
Víkingur tekur á móti ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar en hér að neðan má sjá leikjadagskrá fyrstu umferðar.
laugardagur 5. apríl
19:15 Breiðablik-Afturelding (Kópavogsvöllur)
sunnudagur 6. apríl
14:00 Valur-Vestri (N1-völlurinn Hlíðarenda)
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)
19:15 Fram-ÍA (Lambhagavöllurinn)
mánudagur 7. apríl
18:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir