Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Fór vel með Venna og landsliðsþjálfurunum
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, og Sigurvin Ólafsson.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, og Sigurvin Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson, þjálfari karlaliðs Þróttar, kíkti við á æfingu landsliðsins í gær.

Landsliðið er núna að undirbúa sig fyrir leiki gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni. Stelpurnar mæta Noregi á föstudaginn og Sviss á þriðjudaginn í næstu viku.

Leikirnir fara báðir fram á heimavelli Þróttar í Laugardalnum en landsliðið æfir þar fyrir leikina. Verið er að leggja nýtt gras á Laugardalsvöll og er gert ráð fyrir því að það verði klárt í sumar.

Sigurvin kom við á æfingu landsliðsins og fór vel með honum og landsliðsþjálfurunum eins og sjá má á myndum sem Hafliði Breiðfjörð tók.

Venni, sem er fyrrum landsliðsmaður, er núna á fullu að undirbúa lið sitt fyrir Lengjudeildina í sumar.
Athugasemdir
banner
banner