Selfyssingar tryggðu sér í dag sæti í Pepsi-deild karla eftir mjög svo sannfærandi sigur á Aftureldingu. Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði þrjú mörk Selfyssingana og Sævar Þór Gíslason tvö. Beina textalýsingu úr leiknum má sjá hér fyrir neðan úrslit úr öllum leikjum kvöldsins.
Selfoss 6 - 1 Afturelding
0-1 Axel Ingi Magnússon ('22)
1-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('31)
2-1 Sævar Þór Gíslason ('33)
3-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('49)
4-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('63)
5-1 Sævar Þór Gíslason ('71)
6-1 Arilíus Marteinsson ('89)
ÍR 2 - 0 KA
1-0 Kristján Ari Halldórsson ('67)
2-0 Eyþór Guðnason ('80)
Víkingur R. 0 - 2 ÍA
0-1 Ragnar Leósson ('61)
0-2 Ragnar Leósson ('75)
Þór 1 - 0 Fjarðabyggð
1-0 Jóhann Helgi Hannesson ('23)
Rautt spjald: Fannar Árnason ('38) (Fjarðabygð)
90.mín: Leiknum er lokið á Selfossi og heimamenn flykkjast inn á völlinn til að fagna úrvalsdeildarsætinu! Afturelding er fallið og mun leika í 2.deild að ári.
90.mín: Leik Þórs og Fjarðabyggðar er lokið með 1-0 sigri heimamanna.
89.mín: MAARRKK!! Selfyssingar eru að fara upp með miklum glæsibrag og stæl. Jón Daði Böðvarsson á skalla sem Kjartan Páll ver en Jón Daði sendir boltann síðan aftur fyrir sig á Arilíus sem skorar sjötta mark Selfyssinga með skalla.
80.mín: MAARRKK!! Eyþór Guðnason kemur ÍR í 2-0 gegn KA og útlit fyrir að heimamenn nái í þrjú stig í þeim leik.
75.mín: MAARRKK!! Ragnar Leósson kemur ÍA í 2-0 gegn Víkingi. Ragnar vippar yfir Magnús Þormar í markinu eftir sendingu frá Andra Júlíussyni.
73.mín: Sævar Þór fer af leikvelli og inn á kemur Jón Guðbrandsson. Vallarþulurinn á Selfossi slær á létta strengi og segir, ''Inn á kemur Jón feiti Guðbrandsson."
71.mín: MAARRKK!! Það er hátíðarstemning á Selfossi þar sem að heimamenn eru að bæta við fimmta marki sínu. Sævar Þór Gíslason skorar með fínu skoti og fögnuðurinn er gífurlegur. Sævar, sem er markahæsti leikmaður deildarinnar, stígur dans með liðsfélögum sínum og í stúkunni syngja Selfyssingar og tralla.
68.mín: Kristinn Jóhannes Magnússon á frábært skot af löngu færi fyrir Víking en Páll Gísli Jónsson varði.
67.mín: MAARRKK!! Kristján Ari Halldórsson kemur ÍR yfir gegn KA í Breiðholtinu.
63.mín: MAARRKK!! Hjörtur Júlíus Hjartarson er að innsigla þrennuna sína og koma Selfyssingum í 4-1. Sævar Þór átti góðan sprett upp vinstri kantinn og sendi fyrir á Hjört sem átti ekki í erfiðleikum með að skora í autt markið.
61.mín: MAARRKK!! Ragnar Leósson kemur ÍA yfir gegn Víkingi eftir fyrirgjöf frá Andra Júlíussyni.
49.mín: MAARRKK!! Selfyssingar eru að fara langt með að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni! Gunnlaugur Jónsson spilandi þjálfari þeirra á skalla að marki eftir hornspyrnu, Kjartan Páll ver en þar er Hjörtur Hjartarson réttur maður á réttum stað og hann skorar af stuttu færi.
46.mín: Chris Vorenkamp leikmaður Víkings á skalla rétt framhjá eftir hornspyrnu frá Sigurði Agli Lárussyni.
46.mín: Búið er að flauta á síðari hálfleik í leikjunum fjórum.
45.mín: Það er einnig nóg af afmælum á Selfossi í dag. Anna Guðmundsdóttir sem hefur unnið gott starf fyrir Selfoss í mörg ár á afmæli en hún á tvo syni í liðinu. Það eru þeir Ingólfur veðurguð og Guðmundur Þórarinssynir. Hún er fimmtug í dag og fékk af því tilefni afhendan blómvönd frá knattspyrnudeild Selfoss í leikhléi. Þá fagnar Kjartan Björnsson, einn dyggasti stuðningsmaður liðsins, einnig afmæli sínu í dag.
45.mín: Í hálfleik á Selfossi er 3.flokki kvenna veitt viðurkenning fyrir góða frammistöðu á móti í Danmörku.
45.mín: Búið er að flauta til leikhlés. Selfyssingar leiða 2-1 gegn Aftureldingu og Þór er 1-0 yfir gegn Fjarðabyggð. Markalaust er í Breiðholti og í Víkinni.
38.mín: Fannar Árnason leikmaður Fjaraðbyggðar fær að líta rauða spjaldið fyrir að hrinda Sigurði Marinó Kristjánssyni þegar að leikurinn var stopp.
33.mín: Guðmundur Böðvar Guðjónsson, varnarmaður ÍA, á langskot sem fer beint á Magnús Þormar í marki Víkings.
33.mín: MAARRKK!! Selfyssingar komast yfir. Sævar Þór Gíslason kemst inn í vítateiginn hægra megin og skorar með hörkuskoti á nærstöngina. Frábærlega gert hjá Sævari og Selfyssingar fagna vel og innilega ásamt fjölmörgum stuðningsmönnum sínum.
30.mín: MAARRKK!! Hjörtur Júlíus Hjartarson jafnar fyrir Selfyssinga. Hjörtur hafði betur í baráttu við Magnús Einarsson, lék á Kjartan Pál í markinu og skoraði, staðan 1-1. Í næstu sókn á undan hafði John Andrews bjargað á línu fyrir Aftureldingu.
25.mín: Í Víkinni er sjúkrabíll kominn að sækja Jakob Spangsberg en inni á vellinum er lítið að gerast.
23.mín: MAARRKK!! Jóhann Helgi Hannesson kemur Þórsurum yfir gegn Fjarðabyggð. Jóhann skoraði eftir stungusendingu frá Hreini Hringssyni en rangstöðufnykur var af markinu.
22.mín: MAARRKK!! Axel Ingi Magnússon kemur Aftureldingu óvænt yfir gegn Selfyssingum. Albert Ásvaldsson sendi boltann inn á Axel Inga sem skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Mosfellingar hafa verið hættulegir fram að þessu og ekki er hægt að segja að markið komi gegn gangi leiksins.
18.mín: Enn er markalaust í leikjum kvöldsins. Hjörtur Hjartarson var að skjóta framhjá úr ágætu færi fyrir Selfyssinga. Skömmu síðar var Hjörtur í kapphlaupi við Kjartan Pál Þórarinsson markvörður Aftureldingar. Hjörtur féll við en fékk einungis að líta gula spjaldið frá Jóhannesi Valgeirssyni dómara.
12.mín: Rannver Sigurjónsson á skot rétt framhjá fyrir Aftureldingu geg Selfyssingum.
6.mín: Jakob Spangsberg, framherji Víkings, er farinn meiddur af velli gegn ÍA. Jakob var að rekja boltann og datt með þeim afleiðingum að hann meiddist. Elvar Freyr Arnþórsson kemur inn á fyrir hann í sínum fyrsta leik fyrir Víking í sumar.
1.mín: Hér eru byrjunarliðin hjá Víkingi R. og ÍA en þau eigast við í Víkinni.
Víkingur: Magnús Þormar, Milos Glogovac, Jökull Elísabetarson, Egill Atlason, Jakob Spangsberg, Chris Vorenkamp, Marteinn Briem, Kjartan Dige Baldursson, Walter Hjaltested, Sigurður Egill Lárusson, Kristinn Jóhannes Magnússon.
ÍA: Páll Gísli Jónsson, Guðjón Heiðar Sveinsson, Heimir Einarsosn, Helgi Pétur Magnússon, Andri Júlíusson, Ísleifur Örn Guðmundsson, Ragnar Leósson, Jón Vilhelm Ákason, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Ólafur Valur Valdimarsson, Pálmi Haraldsson.
1.mín: Hér að neðan má sjá byrjunarliðin hjá Selfossi og Aftureldingu. Arilíus Marteinsson, leikmaður síðustu umferðar hér á Fótbolta.net, er á bekknum þrátt fyrir frábæra frammistöðu gegn Fjarðabyggð og varnarmaðurinn sterki Agnar Bragi Magnússon er meiddur.
Sævar Þór Gíslason er að nýju frammi hjá Selfyssingum eftir meiðsli og Hjörtur Júlíus Hjartarson er kominn frá Finnlandi þar sem að hann var að lýsa EM kvenna.
Hjá Aftureldingu er Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban ekki með þar sem að hann er í verkefni með U21 árs landsliði Færeyja.
Selfoss: Jóhann Ólafur Sigurðsson, Jón Sveinsson, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Gunnlaugur Jónsson, Andri Freyr Björnsson, Guðmundur Þórarinsson, Henning Jónasson, Einar Ottó Antonsson, Ingólfur Þórarinsson, Sævar Þór Gíslason, Hjörtur Hjartarson.
Varamenn: Sigurður Eyberg Guðlaugsson, Arilíus Marteinsson, Jón Daði Böðvarsson, Elías Örn Einarsson, Jón Guðbrandsson.
Afturelding: Kjartan Páll Þórarinsson, Jón Fannar Magnússon, John Andrews, Magnús Einarsson, Gestur Ingi Harðarson, Rannver Sigurjónsson, Albert Ásvaldssson, Vilhjálmur Þór VIlhjálmsson, Sigurður Helgi Harðarson, Paul Clapson, Axel Ingi Magnússon.
Varamenn: Gunnar Davíð Gunnarsson, Helgi Ólafur Axelsson, Arnór Snær Guðmundsson, Milan Djurovic, Andri Björn Sigurðsson.
18:30: Leikirnir eru byrjaðir. Á Selfossi er mikil stemning þar sem að heimamenn hafa fjölmennt á völlinn og láta vel í sér heyra.
18:00: Góða kvöldið og verið velkomin/n í beina textalýsingu Fótbolta.net frá 20.umferðinni í 1.deild karla. Haukar unnu HK 2-0 í fyrsta leik umferðarinnar síðastliðið mánudagskvöld en í kvöld eru fjórir leikir á dagskrá.
Stærsti leikurinn er á Selfossi þar sem að heimamenn geta komist upp í Pepsi-deildina með því að sigra eða gera jafntefli gegn Aftureldingu. Síðarnefnda liðið fellur hins vegar ef að Selfyssingar vinna.
Athugasemdir