Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   lau 01. mars 2025 15:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Fylkir rúllaði yfir Völsung - Theodór Ingi með þrennu
Eyþór Wöhler skoraði úr víti í dag
Eyþór Wöhler skoraði úr víti í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Völsungur 0-6 Fylkir
0-1 Theodór Ingi Óskarsson ('1 )
0-2 Ragnar Bragi Sveinsson ('20 )
0-3 Eyþór Aron Wöhler ('45 , Mark úr víti)
0-4 Guðmundur Tyrfingsson ('66 )
0-5 Theodór Ingi Óskarsson ('69 )
0-6 Theodór Ingi Óskarsson ('71 )

Fylkir gerði sér góða ferð til Húsavíkur þar sem liðið rúllaði yfir Völsung í riðli tvö í A-deild.

Unglingalandsliðsmaðurinn Theodór Ingi Óskarsson hóf meistaraflokksferil sinn með Fylki síðasta sumar þar sem hann lék 14 leiki í Bestu deildinni.

Hann kom sér á blað í Lengjubikarnum á þessu tímabili í dag og það með stæl. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Eyþór Aron Wöhler, Ragnar Bragi Sveinsson og Guðmundur Tyrfingsson skoruðu sitt markið hvor.

Fylkir á möguleika á að komast á toppinn og tryggja sér sæti í undanúrslitum á kostnað Breiðabliks með sigri á Njarðvík í lokaumferðinni. Völsungur er með eitt stig á botninum en getur rifið sig upp töfluna með sigri á Njarðvík í sínum síðasta leik.

Völsungur Ívar Arnbro Þórhallsson (m), Davíð Leó Lund, Elvar Baldvinsson, Ólafur Jóhann Steingrímsson, Bjarki Baldvinsson (76'), Rafnar Máni Gunnarsson (71'), Gestur Aron Sörensson (88'), Jakob Héðinn Róbertsson (76'), Davíð Örn Aðalsteinsson (71'), Gunnar Kjartan Torfason
Varamenn Tómas Bjarni Baldursson (76'), Tryggvi Grani Jóhannsson (88'), Andri V. Bergmann Steingrímsson, Elmar Örn Guðmundsson (71'), Höskuldur Ægir Jónsson (76'), Óskar Ásgeirsson (71'), Einar Ísfjörð Sigurpálsson (m)

Fylkir Ólafur Kristófer Helgason (53') (m), Ásgeir Eyþórsson (71'), Orri Sveinn Segatta (69'), Eyþór Aron Wöhler (71'), Bjarki Steinsen Arnarsson, Theodór Ingi Óskarsson, Stefán Gísli Stefánsson (46'), Arnar Númi Gíslason, Þórður Ingi Ingimundarson, Guðmundur Tyrfingsson
Varamenn Jóel Baldursson (71), Eyjólfur Andri Sverrisson (71), Nói Hrafn Ólafsson (69), Þorkell Víkingsson (46), Hilmar Þór Kjærnested Helgason (53) (m)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 5 3 1 1 16 - 6 +10 10
2.    Fram 5 3 0 2 12 - 7 +5 9
3.    Fylkir 4 2 2 0 9 - 2 +7 8
4.    KA 5 1 2 2 5 - 12 -7 5
5.    Njarðvík 3 1 0 2 4 - 5 -1 3
6.    Völsungur 4 0 1 3 2 - 16 -14 1
Athugasemdir
banner
banner
banner