Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á að þýða miklu meira en að fá einhvern tékka í hverjum mánuði
Mynd frá síðasta tímabili.
Mynd frá síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fór með sigur af hólmi í Lengjubikarnum í vetur.
Valur fór með sigur af hólmi í Lengjubikarnum í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Arnar Sveinn og Jóhann Skúli fóru vel yfir málin.
Arnar Sveinn og Jóhann Skúli fóru vel yfir málin.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Valur fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég hef svolítið verið að bera þetta saman við Manchester United og er ekkert að grínast með það," sagði Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Vals, um síðustu ár hjá liðinu. Arnar Sveinn og Jóhann Skúli Jónsson ræddu um Val í Niðurtalningunni á Fótbolta.net.

Valsmönnum er spáð þriðja sæti Bestu deildarinnar í spá Fótbolta.net fyrir mótið en síðustu ár hafa einkennst hafa ákveðnu andleysi.

„Valur virðist hafa verið á svipuðum stað og United í algjöru þrotuðu andleysi. Planið hjá Val er núna að breyta um stefnu og búa til eitthvað til framtíðar. Valur hefur ekkert verið í því lengi, það kom smá kafli á meðan Óli Jó og Bjössi voru þarna en annars hefur Valur ekki verið í langtímahugsun. Það er kominn tími á að félagið geri það," segir Arnar Sveinn.

„Það mun taka tíma. Að vera Valsari, þá ertu með miklar kröfur. Þú býst við að öll liðin séu í úrslitum og séu að keppa um alla titla sem eru í boði. Það getur tekið á fyrir leikmannahópinn og þjálfara, en þannig er það bara. En hinn almenni Valsari er held ég tilbúinn að sjá það bara að leikmenn leggi sig fram, berjist, tækli og vinni skallabolta. Ég held að hinn almenni Valsari sé tilbúinn að mæta á leiki ef þetta er til staðar. Við erum ekki endilega að vinna titil í ár eða á næsta ári en ef við förum að sjá þetta hjarta aftur og ef leikmenn fatta í hvaða treyju þeir eru að spila... þú ert í stærsta félagi á Íslandi, hagaðu þér eftir því," bætti Arnar við.

Hefur þetta vantað síðustu ár, að menn spili fyrir merkið?

„Það hefur vantað í þónokkur ár að spila fyrir merkið. Síðustu þrjú eða fjögur tímabil hefur verið rosalega mikið um að menn séu meiddir og slappir, detta út. Þú ert með þessa bestu gaura helminginn af mótinu því þeir eru svolítið meiddir. Ef menn eru meiddir, þá eru þeir bara meiddir og það engum að kenna en ég upplifi það svolítið að félagið sé ekki endilega í fyrsta sæti," sagði Jóhann Skúli. „Ef þú horfir á körfuboltann þá er það ekkert launungarmál að Valur borgar fyrsta hvers mánaðar og borgar vel. Þú ert samt með Kristófer Acox í hverju einasta viðtali að tala um hvað hann elskar Val. Hvað færðu að sjá frá fótboltanum?"

„Þú sérð þetta í körfuboltanum og handboltanum. Þú sérð leikmenn og þjálfarana vera að gefa af sér til félagsins. Það varð til einhver gjá á milli stuðningsmanna og meistaraflokkana í fótboltanum, sérstaklega karlamegin. Núna þarf bara að minnka þessa gjá. Þeir þurfa að fatta hvað það er að vera í Val. Það þýðir miklu meira en að fá einhvern tékka í hverjum einasta mánuði. Það er verið að vinna markvisst að þessu í nýrri stjórn," sagði Arnar Sveinn.

„Þú átt að vilja vinna fyrir Val. Launin hafa verið góð í gegnum tíðina en því hærri laun sem þú borgar, því meiri kröfur gerirðu sem stuðningsmaður. Ég ætla ekki að segja að ég sé að lúslesa einhverja launasamninga en ég heyri alveg hvað menn eru að fá. Og ef ég sé ekki að menn eru að standa sig eða ef þeim er sama, þá verð ég eiginlega bara reiður. Því miður," sagði Jói Skúli.

Arnar og Jói Skúli eru sammála um það að Valur geti orðið Íslandsmeistari ef allt gengur upp, leikmannahópurinn sé til staðar í það. En til þess þurfa ákveðnir hlutir að breytast frá síðustu árum.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á Niðurtalninguna í heild sinni. Þar ræða þeir meðal annars um það síðast þegar Valur vann deildina tvö ár í röð en Arnar Sveinn var hluti af því liði.
Niðurtalningin - Valur geti alveg unnið Íslandsmeistaratitilinn
Athugasemdir
banner
banner
banner