Besta deildin fer í gang um helgina. Fram hefur leik á sunnudagskvöld með heimaleik gegn ÍA. Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, ræddi við Fótbolta.net á kynningarfundi deildarinnar.
Er ekki spenna og fiðringur í mönnum?
„Jú heldur betur, þetta er búið að líða svo hratt. Manni finnst eins og síðasta tímabil sé nýliðið," segir Gummi en talsverðar breytingar hafa orðið á Framliðinu og erfitt fyrir spekingana að rýna í liðið.
Er ekki spenna og fiðringur í mönnum?
„Jú heldur betur, þetta er búið að líða svo hratt. Manni finnst eins og síðasta tímabil sé nýliðið," segir Gummi en talsverðar breytingar hafa orðið á Framliðinu og erfitt fyrir spekingana að rýna í liðið.
„Eðlilega. Það eru nokkrir út og kannski fleiri inn. Markmiðið var að búa til stærri hóp. Þegar okkur var að ganga sem best í fyrra misstum við lykilpósta út og réðum illa við það. Nú hefur verkefnið verið að auka breiddina."
Hafið þið verið á réttri leið á undirbúningstímabilinu?
„Já, mér fannst þetta byrja frekar hægt en svo í febrúar og þangað til núna finnst mér stígandinn hafa verið góður. Við áttum góða æfingaferð og fengum sterka leiki. Það ætti að gefa okkur meðbyr inn í tímabilið."
Hvernig er staðan á þér persónulega fyrir tímabilið?
„Ég lenti í því að stífna upp á fyrstu æfingu eftir æfingaferðina og er búinn að vera að vinna í því að koma til baka og eins og staðan er núna þá lítur það bara mjög vel út. Það er alltaf gaman að byrja þetta og það er hungur."
Verður þú ekki með í fyrsta leik?
„Jú ef allt gengur eftir í vikunni. Ég er að fara í gegnum prógramm með styrktarþjálfaranum og sjá hvernig líkaminn bregst við því. Ef það gengur vel þá er engin spurning að ég ætti að ná honum."
Hvernig lýst þér annars á þennan fyrsta leik, að taka á móti Skaganum?
„Það er alltaf gaman að fá alvöru leik, fyrsta leik. Það er tilhlökkun. Við erum að fá líkamlega sterkt lið sem er með læti og beinskeytt."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Guðmundur nánar um tímabilið framundan og um það hvernig titilbaráttan gæti þróast.
Svona er fyrsta umferðin í Bestu deildinni:
laugardagur 5. apríl
19:15 Breiðablik-Afturelding (Kópavogsvöllur)
sunnudagur 6. apríl
14:00 Valur-Vestri (N1-völlurinn Hlíðarenda)
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)
19:15 Fram-ÍA (Lambhagavöllurinn)
mánudagur 7. apríl
18:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir