Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær hefur áhuga á Kante
N'Golo Kante.
N'Golo Kante.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Besiktas í Tyrklandi, ætlar að reyna að krækja í miðjumanninn N'Golo Kante í sumar.

Kante var á sínum tíma einn besti miðjumaður í heimi og hjálpaði hann Frakklandi að vinna HM og Chelsea að vinna Meistaradeildina. Hann var þá lykilmaður í ótrúlegu Englandsmeistaraliði Leicester.

Solskjær tók við Besiktas við stuttu en þetta er hans fyrsta starf eftir að hann var rekinn frá Manchester United.

Samkvæmt tyrkneska fjölmiðlinum Yeni Asir þá hefur hann áhuga á því að krækja í hinn 34 ára gamla Kante í sumar.

Kante er í dag leikmaður Al-Ittihad í Sádi-Arabíu en hann er sagður spenntur fyrir því að fara þaðan.
Athugasemdir
banner
banner