Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
banner
   mán 01. júlí 2024 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM spáin - Er 100% sama þótt þetta sé leiðinlegt
Kylian Mbappe, stórstjarna Frakklands.
Kylian Mbappe, stórstjarna Frakklands.
Mynd: EPA
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Romelu Lukaku, sóknarmaður Belgíu.
Romelu Lukaku, sóknarmaður Belgíu.
Mynd: EPA
Sextán liða úrslitin á EM í Þýskalandi halda áfram í dag en Cristiano Ronaldo og Kylian Mbappe verða í eldlínunni. Fyrri leikur dagsins hefst klukkan 16:00 þegar Frakkland og Belgía eigast við í stórleik.

Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Gunnar Birgisson

Frakkland 3 - 1 Belgía
Ég óttast það að Verthongen og Faes muni streða ansi mikið við að halda sóknarmönnum Frakka í skefjum. Þetta verður leikurinn þar sem Frakkar finna taktinn og komast í þennan stórmótagír sem þeir eru þekktir fyrir, kósý sigur.

Jóhann Páll Ástvaldsson

Frakkland 2 - 1 Belgía
The Battle of the Boring hingað til. Vonandi breytist það. Deschamps er samt 100% sama þótt þetta sé leiðinlegt.

Leikur belgíska liðsins er að öskra á Openda, en stóri Rom er ekki að fara neitt.

Frakkarnir vinna þetta 2-1. Mbappé og Thuram setja hann og Trossard hendir í eitt. Belgar setja pressu undir lokin en gengur ekki. Kevin de Bruyne tekur "let me talk" rantið í myndavélarnar.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Frakkland 1 - 1 Belgía (Belgía vinnur í vító)
Franska liðið hefur verið mikil vonbrigði, takturinn virkar ekki góður og miskunnarleysið ekki til staðar. Ekki það að Belgar hafi neitt heillað heldur. Vonandi fáum við skemmtilegan leik. Eigum það skilið eftir að hafa horft á þessi lið í riðlakeppninni.

Staðan:
Fótbolti.net - 6 stig
Gunni Birgis - 6 stig
Jói Ástvalds - 3 stig
Athugasemdir
banner
banner