Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   sun 30. júní 2024 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Gríman pirrar Mbappe - „Alger hryllingur“
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kylian Mbappe, stjarna Frakklands, er ekkert sérstaklega hrifinn af því að þurfa spila með grímu á Evrópumótinu, en Frakkinn á ekki annarra kosta völ.

Sóknarmaðurinn nefbrotnaði í fyrsta leik Frakklands gegn Póllandi í riðlakeppninni.

Hann var ekki með í öðrum leiknum en spilaði þriðja leikinn með grímu.

Mbappe hefur skipt um grímu nokkrum sinnum en virðist ekki enn vera að venjast því að spila með hana.

„Ég bjóst ekki við því en að spila með grímu er alger hryllingur. Ég skipti um grímu því það voru einhverjir hlutir ekki í lagi. Þetta er mjög flókið því þetta takmarkar sýn og svo festist svitinn þannig maður þarf að taka hana af svo það nái að flæða niður.“

„Fyrstu dagana leið mér eins og ég væri í þrívídd og eins og mér hafi verið boðið á Evrópumótið sem sérstökum gesti. Ég sá fólk og leið eins og ég væri ekki að spila, en ég mun taka hana af mér um leið og ég get það. Í augnablikinu hef ég ekkert val og því spila ég ekki án hennar. Þetta er pirrandi og þú sást að ég skipti fimm sinnum um grímu en það voru ekki allar myndirnar. Ég skipti mun oftar. Svona verður keppnin fyrir mig og það verður engin afsökun því ég get bara spilað undir þessum kringumstæðum. Ég verð að þakka grímunni fyrir,“
sagði Mbappe á blaðamannafundi.

Frakkar mæta Belgíu í 16-liða úrslitum Evrópumótsins á morgun.
Athugasemdir
banner
banner