Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 11:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Farinn til Ipswich eftir 17 ár hjá West Ham (Staðfest)
Í baráttunni við Luke Shaw.
Í baráttunni við Luke Shaw.
Mynd: EPA
Ben Johnson er genginn í raðir nýliða Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni. Johnson kemur til félagsins á frjálsri sölu frá West Ham þar sem samningur hans var runninn út.

Johnson er fjölhæfur varnarmaður sem einnig getur spilað sem varnarsinnaður miðjumaður. Hann skrifar undir fjögurra ára samning á Portman Road.

Johnson kom við sögu í 109 leikjum fyrir West Ham en hann var hjá félaginu í sautján ár. West Ham vildi halda enska varnarmanninum en hann gerði þeim skýrt grein fyrir því að hann vildi róa á önnur mið.

Ipswich er að spila sitt fyrsta tímabil í úrvalsdeildinni í 22 ár en Kieran McKenna er stjóri félagsins. Johnson, sem er 24 ára, er annar leikmaðurinn sem Ipswich fær í þessum glugga. Sá fyrsti var Omari Hutchinson.

Athugasemdir
banner
banner