Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Newcastle fær 65 milljónir punda fyrir tvo leikmenn (Staðfest)
Minteh.
Minteh.
Mynd: EPA
Anderson.
Anderson.
Mynd: Getty Images
Brighton hefur gengið frá kaupum á Yankuba Minteh frá Newcastle. Brighton kaupir gambíska vængmanninn, félagið greiðir um 30 milljónir punda fyrir kappann.

Newcastle keypti Minteh síðasta sumar á um sjö miljónir evra frá danska félaginu OB. Hann var strax lánaður til Feyenoord og spilaði því aldrei leik með Newcastle.

Minteh, sem verður tvítugur í næsta mánuði, skoraði tíu mörk í hollensku deildinni í vetur. Hann skrifar undir fimm ára samning við Brighton.

Newcastle náði að klára tvær sölur í lok júnímánaðar því Elliot Anderson fór frá félaginu til Nottingham Forest. Newcastle þurfti pening í kassann til að halda sig innan ramma ensku úrvalsdeildarinnar og náði félagið heldur betur að fá góða upphæð fyrir þá Minteh og Anderson því Anderson fór á 35 milljónir punda til Nottingham Forest.

Anderson er 21 árs miðjumaður sem er uppalinn hjá Newcastle. Hann er skoskur U21 landsliðsmaður og kom hann við sögu í 26 leikjum með Newcastle á síðasta tímabili og á alls að baki 55 leiki fyrir félagið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner