Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
banner
   sun 30. júní 2024 23:11
Brynjar Ingi Erluson
Hiti eftir leik Englands og Slóvakíu - Rice kallaði þjálfarann sköllótt fífl
Declan Rice var heitt í hamsi eftir leikinn í kvöld
Declan Rice var heitt í hamsi eftir leikinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Declan Rice, leikmaður Englands, kom sér í vandræði eftir 2-1 sigurinn á Slóvakíu í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í kvöld, en hann lenti í orðasaki við Francesco Calzona, þjálfara Slóvakíu.

Eftir dramatískan sigur Englendinga ætlaði Calzona að ganga upp að dómarateyminu til að spyrja út í nokkrar ákvarðanir sem hann var ósáttur með leiknum.

Rice stóð þá hjá dómaranum til að þakka honum fyrir leikinn en lenti fljótlega eftir það í stympingum. Calzona ýtti Rice og þá tók einn af aðstoðarmönnum hans utan um háls Rice.

Englendingurinn var eðlilega ekki sáttur með allt þetta en liðsfélagar hans mættu á svæðið og færðu hann í burtu.

„Haltu kjafti, bleyðan þín. Haltu kjafti sköllótta fífl,“ sagði Rice við Calzona, en þetta staðfestir varalesarinn Jeremy Freeman.

Það tókst að stilla til friðar stuttu eftir þetta atvik en Calzona sagði eftir leikinn að Rice hefði beðist afsökunar á framferði sínu.

„Rice átti að fara til dómarana, kveðja og yfirgefa staðinn. Ég þurfti að tala við dómarana en hann hélt bara áfram að tala. Hann baðst síðan afsökunar og þar með var því lokið,“ sagði Calzona á blaðamannafundinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner