Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   sun 30. júní 2024 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Verður Bellingham í banni gegn Sviss? - „Þetta var einkabrandari“
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham gæti verið á leið í bann fyrir leikinn gegn Sviss í 8-liða úrslitum eftir að hafa sýnt af sér óviðeigandi hegðun eftir mark sitt gegn Slóvakíu í kvöld.

Bellingham skoraði stórbrotið mark úr bakfallsspyrnu seint í uppbótartíma gegn Slóvakí og tryggði Englendingum inn í framlengingu.

Harry Kane gerði sigurmarkið snemma í framlengingunni og England komið áfram.

Nú er til skoðunar hegðun Bellingham í fyrra markinu en eftir að hann skoraði virtist hann kyssa hönd sína áður en hann gerði látbragð sem má áætla að hann hafi verið að taka utan um punginn á sér fyrir framan bekk Slóvakíu.

Bellingham hefur sjálfur sent frá sér tilkynningu og neitar því að hafa beint þessu að bekk Slóvaka.

„Þetta var einkabrandari sem ég var að beina að nokkrum nánum vinum sem voru á leiknum. Ég ber virðingu fyrir því hvernig landslið Slóvakíu spilaði í kvöld,“ skrifaði Bellingham á X.

Eins og áður segir gæti Bellingham fengið bann fyrir þetta látbragð en UEFA hefur ekki tjáð sig um málið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner