Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   sun 01. september 2024 19:32
Brynjar Ingi Erluson
„Hef enga samúð með Casemiro og Mainoo“
Mynd: Getty Images
Fyrrum United-mennirnir, Gary Neville og Roy Keane, ræddu um frammistöðu Manchester United í 3-0 tapinu gegn Liverpool á Old Trafford í dag, en Keane segist ekki hafa neina samúð með þeim Casemiro og Kobbie Mainoo.

Casemiro og Mainoo gerðu báðir mistök í leiknum. Liverpool vann boltann tvisvar og þá átti Casemiro vonda sendingu á miðsvæðinu.

Báðir hafa fengið gagnrýni fyrir frammistöðuna og þá sérstaklega Casemiro sem virðist vera kominn yfir hæðina.

Sparkspekingarnir Keane og Neville spiluðu saman hjá United og töluðu sérstaklega um skipulagið á liðinu. Þeim fannst bakverðir United vera heldur ofarlega í dag.

„Mér fannst hápressan ekki vera vandamálið heldur var Man Utd bara hræðilegt þegar liðið var með boltann á djúpu svæðunum.“

„Þetta eru einstaklingsmistök á skelfilegum svæðum. Þegar ég spilaði hjá United með Denis Irwin þá skildum við miðverðina eftir með boltann og síðan voru Paul Scholes og Roy Keane þarna á miðsvæðinu. Við vorum komnir í vandræði ef þeir gáfu frá sér boltann, en það var ekki oft sem þeir gerðu það,“
sagði Neville, en Keane var ekki sammála fyrrum liðsfélaga sínum.

„Mér fannst þú og Denis ekki vera það framarlega. Ég hef enga samúð með Casemiro og Mainoo á þessu gæðastigi. Þeir eiga að gera betur.“

„Ein mistök í leiknum eru samt 40 metrum frá marki. Þetta á að vera einföld sending en síðan er andstæðingurinn kominn í gegn. Mainoo hefur átt frábæru gengi að fagna síðustu mánuði, en bakverðirnir tveir voru allt of framarlega. Þeir eru ekki í mynd þegar Salah skorar markið sitt,“
sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner