Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, vildi ekki fara að benda fingrum á leikmennina sem kostuðu liðið 3-0 tapið gegn Liverpool á Old Trafford í dag.
Tvö mistök Casemiro kostuðu United tvö mörk í dag og þá tapaði Kobbie Mainoo boltanum í þriðja markinu sem Mohamed Salah skoraði.
„Við byrjuðum leikinn mjög vel og fengum fleiri færi. Við þurfum bara að nýta þau betur. Það sama gerðist gegn Fulham, en Liverpool kláraði sín færi í dag.“
„Mörkin eru alltaf sjálfsvaldandi. Þú þarft að gera mistök til að gefa þeim mark. Við þurfum ekki að benda fingrum hvor á annan. Þegar þú færð á þig mark þá getur þú ekki bara bent á ein mistök. Hver er tilgangurinn í að segja að Casemiro eða Kobbie hafi tapað boltanum? Þeir töpuðu boltanum því þeir vildu sýna hugrekki. Þetta er hluti af fótbolta, þannig hættum að einstaklingsgera þetta.“
„Casemiro er reyndari en ég. Ég þarf ekki að segja honum neitt því hann veit um hvað fótbolti snýst. Hann hefur spilað með tveimur bestu félögum heims. Kobbie er frábær strákur, en ég vil að hann reyni meira og geri þetta því þetta er partur af leiknum. Þeir eru mikilvægir leikmenn fyrir okkur og halda áfram að vera það.“
„Við þurfum ekki að horfa í fortíðina. Við þurfum bara að gera þetta öðruvísi. Við töpuðum leiknum og vil ég óska Liverpool til hamingju. Þeir voru klínískari. Ég horfi ekki á tölfræði, en leikurinn var mjög jafn,“ sagði Fernandes.
Athugasemdir