PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   sun 05. janúar 2025 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Hasar í grannaslagnum í Róm
Paolo Dybala og Lorenzo Pellegrini
Paolo Dybala og Lorenzo Pellegrini
Mynd: EPA
Það var mikill hasar undir lokin þegar Roma og Lazio áttust við í grannaslag í ítölsku deildinni í dag.

Roma var betri aðilinn í fyrri hálfleik og skoraði bæði mörkin í leiknum áður en flautað var til loka fyrri hálfleiksins.

Leikmyndin snérist algjörlega við í seinni hálfleik en Lazio tókst ekki að koma boltanum framhjá Mile Svilar í marki Roma.

Það var mikill hasar í uppbótatíma þegar leikmenn og þjálfarateymi beggja liða hópuðust að hvor öðrum og það endaði með því að Valentin Castellanos, leikmaður Lazio, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að hrinda Mats Hummels og þá fékk maður í þjálfarateymi Roma einnig rautt spjald.

Roma er í 10. sæti með 23 stig og Lazio í 4. sæti með 35 stig aðeins þremur stigum á undan Juventus og Fiorentina sem eiga leik til góða.

Þá gerðu Torino og Parma markalaust jafntefli fyrr í kvöld.

Roma 2 - 0 Lazio
1-0 Lorenzo Pellegrini ('10 )
2-0 Alexis Saelemaekers ('18 )
Rautt spjald: Valentin Castellanos, Lazio ('90)

Torino 0 - 0 Parma
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 19 14 2 3 30 12 +18 44
2 Atalanta 18 13 2 3 43 20 +23 41
3 Inter 17 12 4 1 45 15 +30 40
4 Lazio 19 11 2 6 33 27 +6 35
5 Juventus 18 7 11 0 30 15 +15 32
6 Fiorentina 18 9 5 4 31 18 +13 32
7 Bologna 17 7 7 3 25 21 +4 28
8 Milan 17 7 6 4 26 17 +9 27
9 Udinese 19 7 4 8 23 28 -5 25
10 Roma 19 6 5 8 26 24 +2 23
11 Torino 19 5 6 8 19 24 -5 21
12 Empoli 19 4 8 7 18 22 -4 20
13 Genoa 19 4 8 7 16 27 -11 20
14 Parma 19 4 7 8 25 34 -9 19
15 Verona 19 6 1 12 24 42 -18 19
16 Como 18 4 6 8 20 30 -10 18
17 Cagliari 19 4 5 10 18 32 -14 17
18 Lecce 19 4 5 10 11 31 -20 17
19 Venezia 19 3 5 11 18 32 -14 14
20 Monza 19 1 7 11 17 27 -10 10
Athugasemdir
banner
banner