PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   sun 05. janúar 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Myndi rota Vinicius eftir tíu sekúndur"
Mynd: EPA
Real Madrid og Mallorca mætast í undanúrslitum spænska ofurbikarsins á fimmtudaginn en Pablo Maffeo, bakvörður Mallorca, tjáði sig um Vinicius Junior í hlaðvarpsviðtali.

Maffeo og Vinicius mættust tímabilið 2021-22 þegar Maffeo fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Vinicius.

Það hefur verið smá illt á milli þeirra tveggja síðan þá, þó að hægri bakvörður Mallorca hafi sagt að þeir hafi grafið öxina. Hann gæti þó hafa kveikt aftur í sambandinu þeirra þegar hann sagðist geta rotað hann í hnefaleikum.

„Það yrði í skálskap. Það yrði þó mesta áhorf í sögunni á þann bardaga. Ég myndi vinna, ég efast ekkert um það, ég myndi rota hann eftir tú sekúndur," sagði Maffeo.
Athugasemdir
banner
banner