Man Utd sýndi frábæra frammistöðu gegn toppliði Liverpool á Anfield í kvöld og náði í stig.
Bruno Fernandes, fyrirliði Man Utd, var pirraður í leikslok.
„Við höfum verið gagnrýndir og það er sanngjarnt. Staða okkar í deildinni segir allt, við höfum tapað alltof mörgum stigum. Við getum meira segja ekki verið sáttir með stig í dag. Við þurfum á stigunum að halda og við gátum unnið leikinn í lokin en þetta eru sanngjörn úrslit," sagði Bruno Fernandes.
„Ég er frekar pirraður. Ef við sýnum svona frammistöðu á heimavelli Liverpool sem er á toppnum, af hverju getum við ekki gert þetta hvar sem er? Það pirrar mig. Loksins átti ég almennilega frammistöðu. Við sögðum að við þurftum mikið meira frá okkur sjálfum til að fá meira út úr þessu tímabili."
„Þetta má ekki hætta hérna. Við verðum að fara pirraðir inn í næsta leik til að átta okkur á því að svona þurfum við að spila. Ef við getum gert það á Anfield þá verðum við að gera það annars staðar," sagði Bruno að lokum.
Athugasemdir