PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   sun 05. janúar 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dembele tryggði PSG sigur í Ofurbikarnum
Mynd: EPA
PSG 1-0 Monaco
1-0 Dembele ('90 )

PSG vann franska Ofurbikarinn þriðja árið í röð með sigri á Monaco í Doha í Katar í dag.

Oftar en ekki mætast deildar og bikarmeistarar síðasta tímabils í Ofurbikarnum en PSG vann tvöfalt. Monaco tók því þátt þar sem liðið endaði í 2. sæti í deildinni.

PSG var með yfirhöndina en bæði lið fengu tækifæri til að skora. Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni áður en Ousmane Dembele skoraði sigurmarkið í uppbótatíma.

Þetta var í þrettánda sinn sem PSG vinnur Ofurbikarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner