Trent Alexander-Arnold hefur verið orðaður við Real Madrid en hann er með samningstilboð á borðinu frá spænska liðinu.
Samningur hans við Liverpool rennur út í sumar en Liverpool hefur einnig boðið honum nýjan samning.
Alexander-Arnold er gríðarlega sterkur sóknarlega en hefur oft á tíðum verið gagnrýndur fyrir varnarleikinn. Hann átti mjög erfitt uppdráttar í kvöld gegn Man Utd.
Roy Keane gagnrýndi bakvörðinn í kvöld.
„Við erum að tala um hversu frábær Trent er fram á við en varnarleikurinn hans í dag, guð minn góður. Þetta er svona skólastráka dæmi. Það eru sögusagnir um að hann sé að fara til Real Madrid en miðað við varnarleikinn fer hann til Tranmere Rovers. Hann verður að gera betur," sagði Keane.
Athugasemdir