PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   sun 05. janúar 2025 18:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Salah skoraði úr vítaspyrnu - „Veit ekki af hverju hann er með hendina þarna"
Mynd: EPA
Liverpool er búið að snúa blaðinu við en Mohamed Salah hefur komið liðinu yfir gegn Manchester United með marki úr vítaspyrnu.

Matthijs de Ligt bjargaði því að boltinn færi á markið þegar hann lyfti höndinni en Michael Oliver, dómari leiksins, ætlaði ekki að dæma víti í fyrstu.

Hann var hins vegar sendur í skjáinn og dæmdi víti að lokum.

Salah steig á punktinn, Andre Onana valdi rétt horn en fast skot frá Salah og boltinn hafnaði í netinu.

„Ég veit ekki af hverju hann er með hendina þarna. Hann kemst ekki upp með þetta," sagði Gary Neville á Sky Sports.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner