PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   sun 05. janúar 2025 18:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Magnaður seinni hálfleikur á Anfield
Amad tryggði Man Utd jafntefli
Amad tryggði Man Utd jafntefli
Mynd: EPA
Liverpool 2 - 2 Manchester Utd
0-1 Lisandro Martinez ('52 )
1-1 Cody Gakpo ('59 )
2-1 Mohamed Salah ('70 , víti)
2-2 Amad Diallo ('80 )

Það var svakaleg spenna þegar erkifjendurnir Liverpool og Man Utd áttust við á Anfield í kvöld.

Það var markalaust í hálfleik en Lisandro Martinez kom Man Utd verðskuldað yfir snemma í seinni hálfleik. Þetta var fyrsta mark Man Utd á Anfield síðan árið 2018.

Liðið var ekki lengi með forystuna því Cody Gakpo skoraði stuttu síðar og jafnaði metin.

Liverpool náði síðan forystunni þegar Matthijs de Ligt fékk boltann í höndina og vítaspyrna dæmd. Mohamed Salah steig á punktinn og skoraði.

Amad Diallo skoraði tíu mínútum síðar og tryggði Man Utd sterkt stig.

Bæði lið fengu frábær tækifæri til að skora sigurmarkið í uppbótatíma en niðurstaðan jafntefli. Harry Maguire fékk besta færið á lokasekúndunum en hann skóflaði boltanum yfir markið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 20 12 4 4 29 19 +10 40
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner