Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var bálreiður eftir tap Tottenham gegn Newcastle í gær.
Dominic Solanke kom Tottenham yfir snemma leiks en Anthony Gordon jafnaði metin stuttu síðar. Alexander Isak skoraði síðan sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var alls ekki sáttur í leikslok en Tottenham menn vildu meina að markið hjá Gordon hafi ekki átt að standa.
Gordon skoraði eftir að boltinn hafði farið í hendina á Joelinton en VAR leyfði markinu að standa þar sem „hann var með hendina niður með síðum í náttúrulegri stöðu og það var óviljaverk."
„Ég er mjög, mjög reiður. Ég held ég hafi aldrei verið jafn reiður á mínum ferli. Þetta var stórkostleg frammistaða og við fengum ekki verðlaunin. Ég tek hattinn ofan fyrir leikmennina," sagði Postecoglou.
„Ég veit hvað allir vilja að ég segi en allt sem ég mun segja er að á öllum öðrum dögum, á sanngjörnum og jöfnum grundvelli, hefðum við unnið leikinn."
Sjáðu markið hjá Gordon
Athugasemdir