Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í byrjunarliði Panathinaikos þegar liðið vann PAOK 2-1 í grísku deildinni í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins.
Liðið hefur ekki tapað í síðustu tíu leikjum í öllum keppnum. Liðið er á toppi deildarinnar með 35 stig eftir 17 umferðir stigi á undan Olympiakos sem á leik til góða.
Brynjólfur Willumsson var í byrjunarliði Groningen sem tapaði 2-1 gegn þýska liðinu Elversberg í æfingaleik. Groningen byrjar deildakeppnina aftur 12. janúar þegar liðið fær Almere City í heimsókn.
Kristian Nökkvi Hlynsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Ajax í 2-2 jafntefli gegn Stuttgart í æfingaleik. Það kom fram á Fótbolta.net fyrir áramót að Kristian væri að hugsa sér til hreyfings en hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í deildinni.
Þá var Adam Ægir Pálsson ekki í leikmannahópi Perugia þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Spal í ítölsku C deildinni. Perugia er í 14. sæti með 24 stig eftir 21 umferð.
Athugasemdir