Manchester United náði í sterkt stig á Anfield í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Liverpool.
Rúben Amorim, stjóri Man Utd, var stoltur af liðinu en United hafði tapað þremur deildarleikjum í röð fyrir leikinn í dag.
„Það sem ég vil helst koma inn á er hugarfarið. Það er lykillinn að öllu. Við vorum allt annað lið í dag, ekki út af kerfinu eða taktískt, við fórum með hugarfar inn í leikinn eins og við eigum að gera á hverjum degi, á æfingum og í leikjum," sagði Amorim.
„Ég er alltaf að ögra leikmönnunum. Allir hjá Manchester United hafa það of gott, við þurfum að vera sjokkeraðir. Þið sáuð það í dag að við vorum allt annað lið."
Athugasemdir