PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   sun 05. janúar 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jimenez bætti met Chicharito
Mynd: Getty Images
Raul Jimenez, framherji Fulham, er orðinn markahæsti Mexíkóinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Jimenez skoraði bæði mörk Fulham af vítapunktinum í 2-2 jafntefli gegn Ipswich í dag. Hann hefur skorað átta mörk á tímabilinu.

Jimenez gekk til liðs við Wolves frá Benfica árið 2018 en hann gekk síðan til liðs við Fulham sumarið 2023.

Hann hefur nú skorað 55 mörk í úrvalsdeildinni en hann bætti þar með met landa síns Javier Hernandez, Chicharito, fyrrum leikmanns Man Utd og West Ham sem skoraði 53 mörk.

Þeir eru langmarkahæstir en Guillermo Franco, fyrrum leikmaður West Ham og Carlos Vela fyrrum leikmaður Arsenal og West Brom skoruðu fimm mörk hvor.


Athugasemdir
banner
banner
banner