Raul Jimenez, framherji Fulham, er orðinn markahæsti Mexíkóinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Jimenez skoraði bæði mörk Fulham af vítapunktinum í 2-2 jafntefli gegn Ipswich í dag. Hann hefur skorað átta mörk á tímabilinu.
Jimenez gekk til liðs við Wolves frá Benfica árið 2018 en hann gekk síðan til liðs við Fulham sumarið 2023.
Hann hefur nú skorað 55 mörk í úrvalsdeildinni en hann bætti þar með met landa síns Javier Hernandez, Chicharito, fyrrum leikmanns Man Utd og West Ham sem skoraði 53 mörk.
Þeir eru langmarkahæstir en Guillermo Franco, fyrrum leikmaður West Ham og Carlos Vela fyrrum leikmaður Arsenal og West Brom skoruðu fimm mörk hvor.
Raúl Jiménez has now scored more Premier League goals than any other Mexican player in the competition’s history (55).
— Squawka (@Squawka) January 5, 2025
Chicharito’s record has been broken. ???????? pic.twitter.com/1X03qiBpSx
Athugasemdir